Í gær var haldin kynning á Íbúavefnum á árlegu þingi bæjar- og sveitastjóra af landinu öllu, sem í þetta skiptið var haldið sameiginlega af Rangárþingi eystra og Rangárþingi ytra. Kynningin gekk vel og verkefninu var sýndur mikill áhugi með fjölda góðra spurninga og í samtölum á eftir.