Hafa samband: 694 4129 | ibuavefur@felagsstarf.is

Um Íbúavefinn

Íbúavefurinn er þróaður af fyrirtækinu Hugveitan samfélagslausnir ehf. og byggir á ítarlega unninni hugmyndafræði sem lýst er með almennum hætti á heimasíðu þess, http://www.hugveitan.is, og gengur út á hvernig virkja megi almenning til ábyrgrar og stöðugrar lýðræðislegrar þátttöku á öllum sviðum samfélagsins. Íbúavefurinn er sérhæfð lausn sem hönnuð er fyrir þátttöku almennings á sveitarstjórnarstiginu og einnig sem umgjörð um samfélag íbúanna á netinu. Á grunni sömu hugmyndafræði er jafnframt boðið upp á útgáfur af lausninni fyrir innra starf stjórnmálaflokka og fyrir félagasamtök, sjá hér.

Hugveitan samfélagslausnir ehf. er skilgreint sem samfélagslegt fyrirtæki (e. social enterprise), sem þýðir að drifkrafturinn bakvið starfsemi þess er fyrst og fremst sá að ná fram samfélagsbreytingu. Við setjum hugsjónina í fyrsta sæti en þurfum eðlilega fjármagn fyrir framkvæmd hennar. Í því ljósi, og til þess að tryggja frá upphafi að Íbúavefurinn mæti vel þörfum sveitarfélaganna, leitum við eftir samstarfi við sveitarfélög um þróun hugbúnaðarins. Hingað til höfum við átt farsælt samstarf við Rangárþing eystra og Reykjanesbæ og fleiri munu bætast í hópinn á næstunni. Við búum yfir hugmyndum, reynslu og skýrri framtíðarsýn sem mun gera Íbúavefinn að vettvangi sem virkar. Við viljum bjóða öllum sveitarfélögum að taka þátt í að móta með okkur þessa framtíðarsýn og gera hana að veruleika. Okkur finnst það mjög spennandi og vonum að öðrum finnist það líka.

Hafa samband: ibuavefur@felagsstarf.is