Hafa samband: 694 4129 | ibuavefur@felagsstarf.is

Ráðgjöf og innleiðing

Virkjun almennings til þátttöku

Íbúavefurinn er að okkar mati nauðsynleg forsenda þess að vel takist til við að efla íbúalýðræði í sveitarfélögum. Hann er þó í grunninn bara tæki og miklu getur skipt hvernig hann er nýttur af sveitarfélögunum svo að góður árangur náist. Áframhaldandi þróun hugbúnaðarins og hugvitssemi við nýtingu hans þarf að haldast í hendur. Við bjóðum upp á ráðgjöf varðandi leiðir til að virkja áhuga fólks, vekja upp umræður og hvetja til þátttöku. Í því felst einnig kennsla á virkni vefsins og ábendingar til fólks um notkunarmöguleikana sem opnast með honum.

Innleiðing Íbúavefsins í stjórnkerfinu

Mikilvægt er að starfsmenn í stjórnkerfinu séu vel meðvitaðir um hvað Íbúavefurinn hefur upp á að bjóða, hvaða hlutverki honum er ætlað að þjóna og til hvers er ætlast af stjórnkerfinu í sambandi við hann. Við bjóðum því upp á námskeið fyrir starfsfólk sveitarfélaganna þar sem farið er yfir þau mál, svarað spurningum og tekið við ábendingum.

Almenn ráðgjöf í lýðræðismálum

Við búum yfir góðri þekkingu á lýðræðismálum og erum stöðugt að safna saman reynslu af því hvað virkar vel og hvað virkar síður. Við viljum deila þeirri reynslu á milli sveitarfélaga eins og kostur er og stuðla þannig að bættum árangri allra. Íbúafundir, íbúakosningar, rökræðukannanir og stefnumótunarfundir eru nokkur dæmi um þau fjölbreytilegu form sem lýðræðisleg þátttaka getur haft. Hvert tæki hefur sína kosti og sína galla og mismuandi leiðir henta mismunandi viðfangsefnum. Við viljum gjarnan koma að undirbúningi mála og leggja okkar af mörkum svo að vel takist til.

Hafa samband: ibuavefur@felagsstarf.is

Nánar um eiginleika Íbúavefsins: Íbúavefurinn – helstu eiginleikar