Á fundi bæjarstjórnar Reykjanesbæjar þanni 1. apríl var samþykkt bæjarráðs frá 20. mars síðastliðnum staðfest, en hún fjallaði um verklagsreglur um samskipti íbúa á íbúavef og stjórnsýslu bæjarins. Með þessu hefur hugmyndaferli Íbúavefsins fengið formlegan sess í stjórnkerfi bæjarins. Þar með er einnig komin leiðbeining fyrir íbúana um hve miklum stuðningi við hugmyndir þarf að stefna að svo þær komist inn til stjórnkerfisins, í fyrst lagi sem ábending, í öðru lagi sem tillaga til fagráðs og í þriðja lagi sem tillaga til bæjarstjórnar. Við vonum að þetta muni stuðla að enn meiri þátttöku og lifandi samtali milli íbúanna á íbúavefnum og stjórnkerfisins.